Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-421
Útgáfudagur:07/11/2013
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A07. Hættuleg vegamót

A07.11 Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang
A07.21 Hættuleg vegamót til hægri þar sem umferð á vegi hefur forgang
A07.22 Hættuleg vegamót til vinstri þar sem umferð á vegi hefur forgang
A07.31 Hættuleg vegamót til hægri þar sem umferð á vegi hefur forgang
A07.32 Hættuleg vegamót til vinstri þar sem umferð á vegi hefur forgang
A07.41 Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang
A07.42 Hættuleg vegamót þar sem umferð á vegi hefur forgang

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þessi má nota áður en komið er að vegamótum þar sem umferð á vegi sem merkið er við hefur forgang gagnvart umferð af hliðarvegum, enda sé merkið A06.11 eða B19.11 við hliðarvegin(n/a).

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Merki þessi má nota á aðalbraut þar sem sjónlengd frá aðalvegi að hliðarvegi er minni en í sjónlengdartöflu og þar sem umferð á aðalbraut er að jafnaði hröð, 80 km eða meira.

Dæmi um notkun merkisins A07.31.

Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Merki þessi eru einungis notuð í undantekningartilfellum.