Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-673
Útgáfudagur:04/12/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
F F12.11 Staðarvísir (blár)

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má setja við veg til að vísa á tiltekinn stað, svo sem býli.

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Ef staður sést ekki frá aðalleið skal geta vegalengdar.

Dæmi um notkun merkisins með þjónustumerkinu E02.61 athyglisverður staður og fjarlægðartölu.

Staðarvísar sem standa saman skulu vera jafnlangir.

Heimilt er að bæta skýringartexta við nöfn staða.

Heimilt er að setja fyrirtækjamerki (logó) á vegvísi.
Fyrirtækjamerkið skal vera á íslensku.

Þjónustumerki sem lýsir stað má setja á undan nafni staðarins.
Þjónustumerki eiga að vera fyrir neðan staðarvísun.

Er dæmi um fyrirtækjamerki sem má setja á eftir nafni staðar eða með þjónustumerkjum. Þetta tiltekna merki er merki ferðaþjónustu bænda.