Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-444
Útgáfudagur:11/17/2010
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A20.11 Ósléttur vegur

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má nota áður en komið er að vegarkafla þar sem miklar ójöfnur eru á yfirborði akbrautar.

Vinnureglur um notkun:
Merkið má nota þar sem nauðsynlegt er að lækka hraða vegna ójafna á vegi, t.d. ef ekið er frá sléttu yfirborði á ójafnt.
Lengd eða fjarlægð að viðkomandi svæði skal gefin upp á undirmerki J01.11 eða J02.11 .
Merkið skal ekki nota þar sem umferðarhraði er það lítill, að ekki stafar hætta af, þ.e. að ójöfnur eru einungis til óþæginda, en hætta stafar ekki af þeim.
Merkið skal nota á vinnusvæðum ef vegur er grófur eða illur yfirferðar utan vinnutíma og ástæða er talin til að vara ökumenn sérstaklega við.