Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-586
Útgáfudagur:02/24/2011
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
B B24.11 Bannað að stöðva ökutæki

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta ber að nota þar sem bannað er að stöðva ökutæki, enda sé stöðvun eigi nauðsynleg vegna annarrar umferðar. Hliðstæðar reglur gilda um notkun þessa merkis og um notkun merkisins B21.11 .

Vinnureglur um notkun utan þéttbýlis:
Ekki þarf að nota merkið þar sem bannað er að stöðva samkvæmt umferðarlögum, sjá 27-29 gr. umferðarlaga.

Stöðvunarbann tekur aðeins til þess vegarhelmings sem merkið er á. Bannið gildir í akstursstefnu frá þeim stað þar sem merkið er og að næstu vegamótum. Ef bannið á ekki að ná að næstu vegamótum má setja upp merki á þeim stað þar sem banninu á að ljúka og þar undir ör sem snýr á móti aksturstefnunni. (J01.51 eða J01.52). Ef bannið nær aðeins um skamman veg má nota eitt merki með undirmerki sem tilgreinir fjarlægðina (J02.11 ). Ef þurfa þykir má árétta bannið með merki eða merkjum innan bannsvæðisins og þar undir örvum sem vísa í báðar áttir (J01.61). Nái bannið aðeins til tiltekinna tegunda ökutækja skal velja undirmerki með upplýsingum um það.

Vinnureglur um notkun innan þéttbýlis:
Fjarlægð milli merkja skal að jafnaði vera 70 m en þó mest allt að 150 m.
Frá svæði við gatnamót að fyrsta merki er venjulega um 5 - 25 m.
Sjá nánar reglur um B21.11