Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-705
Útgáfudagur:05/05/2011
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
G G04 Akreinamerki sem sýna fjölda akreina


G04.11 - 2 akreinar í akstursátt

G04.12 - 2 akreinar gegnt akstursátt

G04.21 Sérstök ákvæði um leyfða umferð

G04.31 Sérstakar leiðbeiningar um eðli umferðar

Reglugerð um umferðarmerki:
G04.11 Merki þetta er notað til að sýna fjölda akreina á akbraut og akstursstefnu á hverri akrein.
G04.12 Merki þetta er notað til að sýna fjölda akreina á akbraut og akstursstefnu á hverri akrein.
G04.21 Merki þetta er notað til að sýna fjölda akreina á akbraut, akstursstefnu á hverri akrein og sérstök ákvæði um leyfða umferð.
G04.31 Merki þetta er notað til að sýna fjölda akreina á akbraut, akstursstefnu á hverri akrein og sérstakar leiðbeiningar um eðli umferðar.

Vinnureglur um notkun:
Listinn hér að ofan er ekki tæmandi.
Merki þessi eru notuð til að sýna:
  • fjölda akreina á akbraut og akstursstefnur
  • sérstök ákvæði um leyfða umferð (t.d. G04.21)
  • sérstakar leiðbeiningar um eðli umferðar (t.d. G04.31)
Merki þessi má setja um 50-100 m frá akreinabreytingu eða aðrein sem kemur inn á veg.

Dæmi um notkun G04.12 eftir að akreinabreytingar verða.