Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-454
Útgáfudagur:11/18/2010
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A27.11 Sleipur vegur

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má nota til að vara við vegarkafla þar sem hætta getur verið á að vegur sé mjög sleipur eða háll. Merkið skal þó ekki nota þar sem hálka er nema sérstakar ástæður mæli með því.

Vinnureglur um notkun:
Merkið er ekki notað til að vara við venjulegri hálku vegna snjó eða íss.
Á eftirtöldum vegköflum er hætta á að vegur sé mjög sleipur eða háll:
  • brýr með timburgólfi
  • vegkaflar með háu tjöruinnihaldi á yfirborði
  • vegkaflar þar sem lausamöl er mikil
Lengd svæðis skal gefa upp á undirmerki J02.11 nema þar sem ljóst er við hvaða kafla er átt, t.d. við brýr.