Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-581
Útgáfudagur:02/24/2011
Útgáfa:3.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
B B17.xx Takmörkuð heildarþyngd samtengdra ökutækja

Reglugerð um umferðarmerki:
Mesta leyfileg heildarþyngd samtengdra ökutækja skal letruð á merkið. Takmörkunin gildir einnig um einstök ökutæki. Tveir síðustu stafir í númeri tákna tilgreinda þyngd í heilum tonnum. Þannig hefur merkið sem hér er sýnt númerið B17.20.

Vinnureglur um notkun:
Merki þetta ber að nota þar sem heildarþyngd samtengdra ökutækja er takmörkuð umfram það sem sagt er fyrir um í reglugerð nr. 155/2007 um stærð og þyngd ökutækja (síðari breytingar aftan við reglugerð)

Mesta leyfilega heildarþyngd samtengdra ökutækja skal letruð á merkið. Takmörkunin gildir einnig um einstök ökutæki

Merki þetta skal að jafnaði ekki sett upp nema stuttan tíma í einu, þ.e.a.s. þegar þungatakmarkanir eru í gildi.

Merki þetta skal sett upp þar sem takmörkun byrjar og jafnframt er heimilt að setja merkið við upphaf tengivegar eða á leið að viðkomandi vegi og skal þá númer eða auðkenni þess vegar eða vegarkafla, þar sem takmörkunin gildir, gefið upp á undirmerki. Ef vísa þarf á aðrar leiðir má gera það með viðbótarmerkjum á upplýsingatöflu.

Sjá nánar
Takmörkun á heildarþyngd og ásþunga ökutækja