Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-449
Útgáfudagur:11/17/2010
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A23.11 Umferðarljós

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má nota þar sem æskilegt þykir áður en komið er að stað þar sem umferð er stjórnað með umferðarljósum.

Vinnureglur um notkun:
Umferðarljós:
Merkið skal setja upp til að vara við umferðarljósum ef sjónlengd að þeim er minni en í sjónlengdartöflu og þar sem umferð er að jafnaði hröð, 60 km/klst eða meira.
Þá skal setja merkið upp 300 m áður en komið er að umferðarljósunum ásamt undirmerki J01.11

Gangbrautarljós:
Merkið má setja upp til að vara við því að merkt gangbraut með gangbrautarljósum sé framundan.