Útgefið gæðaskjal
Skjalnúmer:-448
Útgáfudagur:11/17/2010
Útgáfa:2.0
Ábyrgðarmaður:Ásbjörn Ólafsson
A A22.11 Steinkast

Reglugerð um umferðarmerki:
Merki þetta má nota áður en komið er að vegarkafla þar sem hætta er af steinkasti. Merkið má einnig nota, ef þurfa þykir, þar sem malarvegur tekur við af vegi með bundnu slitlagi.

Vinnureglur um notkun:
Lengd hættusvæðis skal gefin upp á undirmerki J02.11 .
Þá skal nota merkið þar sem átt hafa sér stað blettaviðgerðir á lengri en 50 m köflum og umferð geti stafað hætta af steinkasti eða lausu yfirborði.

Þar sem malarvegur tekur við vegi af bundnu slitlagi skal nota A99.11 ásamt undirmerki J40.11


Sjá nánar um notkun merkisins í reglum um vinnusvæðamerkingar.