Opnun tilboða

Dettifossvegur (862), Tóveggur - Norðausturvegur

6.5.2014

Tilboð opnuð 6. maí 2014. Gerð Dettifossvegar (862) í Norðurþingi á kafla sem byrjar 0,8 km sunnan við heimreiðina að Tóvegg og nær að Norðausturvegi.  Verkið felst í nýbyggingu Dettifossvegar á þessum kafla, nýbyggingu heimreiðar að Tóvegg og gerð áningastaðar.  Lengd Dettifossvegar á þessum kafla er 3,22 km og lengd heimreiðar að Tóvegg er um 0,3 km.

 Helstu magntölur eru:

Skering 8.225 m3
Fylling 45.224 m3
Fláafleygar 10.149 m3
Ræsalögn  3 ræsi 45 m
Endafrágangur ræsa 6 stk.
Neðra burðarlag 20.750 m3
Efra burðarlag 5.882 m3
Einföld klæðing 25.730 m2
Frágangur fláa 45.186 m2
Girðingar 6.600 m
Ristarhlið 3 stk.

 Vinna við vegagerð getur ekki hafist fyrr en eftir 10. ágúst 2014. Vinnu við neðri hluta efra burðarlags og allri efnisvinnslu skal vera lokið fyrir 15. nóvember 2014. Ljúka skal gerð efri hluta efra burðarlags og klæðingar vorið 2015.  Verkinu öllu skal ljúka eigi síðar en 15. júní 2015.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
ÍAV hf., Reykjavík 224.022.324 168,3 99.205
Héraðsverk ehf., Egilsstöðum 169.309.653 127,2 44.493
Þ.S. verktakar ehf., Egilsstöðum 139.947.882 105,1 15.131
Ingileifur Jónsson ehf., Reykjavík 136.955.600 102,9 12.139
Ístrukkur ehf., Kópaskeri 133.887.980 100,6 9.071
Áætlaður verktakakostnaður 133.148.000 100,0 8.331
Skagfirskir verktakar, Sauðárkróki 129.895.100 97,6 5.078
Árni Helgason, Ólafsfirði 124.817.100 93,7 0