Opnun tilboða

Ingjaldssandsvegur (624), Vestfjarðavegur - Alviðra

25.6.2013

Tilboð opnuð 25. júní 2013. Endurlögn Ingjaldssandsvegar, milli Vestfjarðavegar og Alviðru í norðanverðum Dýrafirði í Ísafjarðarbæ. Um er að ræða 7,54 km vegkafla.

Helstu magntölur eru:

Fylling 6.600 m3
Skering 9.900 m3
Neðra burðarlag 1.200 m3
Efra burðarlag 5.800 m3
Tvöföld klæðing 33.000 m2

Útlögn neðra lags klæðingar skal lokið eigi síðar en 10. september 2013. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. nóvember 2013.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Skagfirskir verktaka ehf., Sauðárkróki 88.760.000 158,5 2.005
Þotan ehf., Bolungarvík 86.754.800 154,9 0
Áætlaður verktakakostnaður 56.000.000 100,0 -30.755