Opnun tilboða

Múlagöng, endurbætur á rafkerfi 2013 - 2014

11.6.2013

Tilboð opnuð 11. júní 2013. Endurbætur á rafkerfi Múlaganga. Verkið felst í að setja upp nýja neyðarstöðvarskápa með símum og slökkvitækjum, bæta lýsingu, leggja ídráttarrör og ljósleiðara, setja upp lýst umferðarmerki, setja upp stýrikerfi og tengja ýmsan búnað við stýrikerfið.

Helstu magntölur eru:

Ídráttarrör 75mm 3.700 m
Fjölpípurör 4x14 og 4x7mm 3.600 m
Aflstrengir 13.000 m
Ljósleiðari – single mode, 4 leiðari microstrengur 3.700 m
Tæknirými – gámar 3 stk.
Síma og slökkvitækjaskápar 23 stk.
Dreifiskápar 3 stk.
Stjórnskápar 3 stk.
Varaafl og skápar 3 stk.
Upplýst umferðarskilti 34 stk.

Verkinu skal að fullu lokið 15. apríl 2014.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Rafey ehf., Egilsstöðum 166.159.646 113,8 41.275
Rafeyri, Akureyri 156.509.578 107,2 31.625
Rafal ehf., Hafnarfirði 148.189.368 101,5 23.305
Áætlaður verktakakostnaður 146.000.000 100,0 21.115
Rafmenn ehf., Akureyri 129.796.526 88,9 4.912
Tengill ehf., Sauðárkróki 124.884.822 85,5 0