Opnun tilboða

Norðfjarðargöng, eftirlit

4.6.2013

Seinni opnunarfundur 4. júní 2013. Eftirlit með gerð Norðfjarðarganga milli Eskifjarðar og Norðfjarðar. Jarðgöngin verða um 7,5 km löng í bergi og er breidd þeirra 8,0 m í veghæð. Heildarlengd vegskála er um 370 m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 7,0 km af nýjum vegum. Eftirlitið nær einnig til fleiri útboða í verkinu svo sem til stýrikerfis, fjarskiptakerfis, hraðamyndavéla og byggingu brúa á Eskifjarðará, 38 m og Norðfjarðará, 44 m.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Bjóðandi Hæfnismat Tilboð kr.
Áætlaður verktakakostnaður 545.000.000
GeoTek ehf. og Efla hf., Reykjavík 94,5 499.955.000
Verkís hf. og VSÓ - Ráðgjöf ehf., Reykjavík 75,0 488.914.000
Verkfæðistofan Hnit hf., Reykjavík 80,5 431.308.315