Opnun tilboða

Hringvegur (1), breikkun á þverun Borgarfjarðar

22.5.2012

Opnun tilboða 22. maí 2012. Breikkun á þverun Hringvegarins, af Seleyri sunnan Borgarfjarðar og yfir Borgarfjörð. Í verkinu felst breikkun akbrautar, endurgerð vegaxla, gerð göngu- og hjólreiðastígs, yfirlagsmalbikun og lagfæringar á rofvörnum.

Helstu magntölur eru:

Uppúrtekt 4.500 m3
Lagfæring á rofvörn 580 m
Efra burðarlag 2.250 m3
Malbik 15.000 m2

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. október 2012.

 

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Loftorka Reykjavík ehf., Garðabæ 85.992.000 135,8 22.659
Þróttur ehf., Akranesi 85.612.270 135,2 22.279
Borgarverk ehf., Borgarnesi 82.165.000 129,7 18.832
Áætlaður verktakakostnaður 63.333.000 100,0 0