Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41), undirgöng við Straumsvík

15.11.2011

Tilboð opnuð 15. nóvember 2011. Gerð undirganga undir Reykjanesbraut við Straumsvík ásamt tilheyrandi vegagerð. Verkið felst einnig í gerð bráðabirgðavegar auk færslu og endurnýjunar á lögnum.  Undirgöngin verða 9 m breið og um 23 m löng og unnið verður við alls um 1,7 km af vegum.

Helstu magntölur eru:

Bergskering 9.400 m3
Skering, fylling og fláafleygar 30.000 m3
Burðarlag 5.000 m3
Malbik 14.300 m2
Ljósastaurar 26 stk.
Steypumót 1.075 m2
Járnalögn 37.400 kg
Steypa 365 m3

Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 2012.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 221.000.000 100,0 62.560
Skrauta ehf., Hafnarfirði 196.000.000 88,7 37.560
Ellert Skúlason ehf., Reykjanesbæ 194.785.450 88,1 36.345
Eykt ehf., Reykjavík 189.890.871 85,9 31.451
Verktakafélagið Glaumur ehf., Garðabæ 184.091.790 83,3 25.652
Urð og Grjót ehf., Reykjavík 170.937.800 77,3 12.498
ÍAV hf., Reykjavík 167.630.141 75,9 9.190
Loftorka ehf., Garðabæ 159.210.250 72,0 770
Suðurverk hf., Hafnarfirði 158.440.140 71,7 0