Opnun tilboða

Reykjanesbraut (41-14), Kaldárselsvegur – Krýsuvíkurvegur, hönnun

2.9.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboði í for- og verkhönnun breikkunar Reykjanesbrautar (41–14) úr tveimur akreinum í fjórar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir mislæg gatnamót Krýsuvíkurvegar að Bikhellu, um 3,3 km. Í verkinu felst m.a. for- og verkhönnun breikkunar mislægra gatnamóta við Strandveg, nýrra mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg, rampa og vegtenginga við mislægu gatnamótin, þriggja mislægra gönguleiða og hljóðvarna.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnimats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni og verðtilboð.

Verkhönnun og skilamati skal lokið fyrir 18. maí 2009.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 28. júlí 2008. Verð útboðsgagna er 8.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. september 2008 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður þriðjudaginn 9. september 2008 kl. 14:15 þar sem birtar verða einkunnir bjóðenda úr hæfnimati og verðtilboð opnuð.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Tiboð opnuð 2. september 2008.

Bjöðandi*

Almenna verkfræðistofan hf., Reykjavík
Fjölhönnun ehf., verkfræðistofa, Reykjavík
Hnit hf. verkfæðistofan, Reykjavík
Línuhönnun hf., Reykjavík
VSÓ - Ráðgjöf ehf., Reykjavík
VST verkfræðistofa, Reykjavík

*stafrófsröð