Opnun tilboða

Hringvegur (1), Skarhólabraut – Hafravatnsvegur, hönnun

24.6.2008

Vegagerðin óskar eftir tilboði í for- og verkhönnun fyrir tvöföldun Hringvegar (1), frá gatnamótum við Skarhólabraut og Baugshlíð að gatnamótum Hafravatnsvegar og Þverholts, um 1,8 km. Einnig skal for- og verkhanna ein undirgöng ásamt göngustígum. Forhanna skal staðsetningu á einni göngubrú.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Verkhönnun og skilamati skal lokið fyrir 21. nóvember 2008

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með þriðjudeginum 13. maí 2008. Verð útboðsgagna er 4.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 18. júní 2008, og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag og lesið upp hverjir hafa skilað inn tilboðum.

Síðari opnunarfundur verður þriðjudaginn 24. júní 2008 kl. 14:15 þar sem birtar verða einkunnir bjóðenda úr hæfnismati og verðtilboð opnuð.

Tilboð opnuð 24. júní 2008.

Bjóðendur* Hæfnimat Tilboð kr.
Áætlaður verktakakostnaður 30.000.000
Almenna verkfræðistofan, Reykjavík 67 32.543.225
Hnit hf., Reykjavík 68 27.313.035
Línuhönnun hf., Reykjavík 66 22.620.085
Mannvit, Reykjavík 68 21.544.500
Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, Reykjavík 68 29.887.156
VSÓ ráðgjöf, Reykjavík 68 12.577.327


*stafrófsröð