Opnun tilboða

Óshlíðargöng

22.1.2008

Vegagerðin auglýsti 18. júní 2007 eftir þátttakendum í forvali vegna jarðganga milli Hnífsdals og Bolungarvíkur, ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega. Um var að ræða 8,7 m breið, 5,1 km löng jarðgöng, byggingu um 310 m langra steinsteyptra vegskála, gerð um 3,0 km langra vega og byggingu tveggja um 15 m langra steinsteyptra brúa.

Helstu magntölur voru:

Gröftur jarðganga 290.000 m3
Sprautusteypa 11.000 m3
Steinsteypa 3.000 m3
Gröftur á lausum jarðefnum 40.000 m3
Forsprengingar að göngum 10.000 m3
Fyllingar 200.000 m3

Forvalsgögnum skyldi skilað til Vegagerðarinnar fyrir 07. ágúst 2007. Forvalið var einnig auglýst á Evrópskal efnahagssvæðinu.

Með bréfi 03. september.2007 var eftirtöldum  fjórum verktökum og verktakasamsteypum gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Metrostaf as og Háfell ehf
Ístak hf
Leonard Nilsen & Sønner og Hérðarsverk ehf
ÍAV og Marti Contractors Ltd

Tilboðum skyldi skilað til Vegagerðarinnar þar sem þau yrðu opnuð 22. janúar 2008.

Verkinu skal að fullu lokið 15.07.2010.

 

Tilboð opnuð 22. janúar.2008

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Metrostaf as og Háfell ehf 5.994.997.894 151,8 2.515.998
Ístak hf 3.988.415.815 101,0 509.416
Áætlaður verktakakostnaður 3.950.000.000 100,0 471.000
Leonard Nilsen & Sønner og Hérðarsverk ehf 3.667.297.368 92,8 188.297
ÍAV og Marti Contractors Ltd 3.479.000.000 88,1 0