Opnun tilboða

Hafnarfjarðarvegur (40), gatnamót við Nýbýlaveg

12.6.2007

Vegagerðin og Kópavogsbær óska eftir tilboðum í breikkun og færslu Nýbýlavegar í Kópavogi. Um er að ræða 650 m. kafla, þar sem gera á tvö hringtorg á Nýbýlavegi og þrenn undirgöng ásamt endurbyggingu tenginga við Hafnarfjarðarveg. Einnig er innifalin færsla og endurlögn á raf- og símastrengjum, þ.m.t. á 132 kV háspennustreng, breytingar og nýlagnir vatns- og fráveitulagna, öll landmótun og frágangur í samræmi við útboðsgögn.

Helstu magntölur eru:

Skering

76.000

m3

Regnvatnsræsi

1.750

m

Fylling og burðarlög

79.000

m3

Malbik

20.000

m2

Stálbogagöng

62

m

Mótafletir

3.000

m2

Steypustyrktarjárn

109.000

kg

Steinsteypa

1.040

m3

Ídráttarör

3.860

m

Rafstrengir

1.030

m

Símastrengir

2.490

m

Verkinu er skipt í áfanga en því skal að fullu lokið 15 júlí 2008.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 Reykjavík ( móttaka) frá og með þriðjudeginum 22. mai 2007.

Verð útboðsgagna er kr. 8000,-

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl 14:00 þriðjudaginn 12. júní 2007 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.


Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Heimir og Þorgeir ehf 607.031.930 120,1 112.437
Háfell ehf 580.908.300 114,9 86.314
Klæðning ehf 550.000.000 108,8 55.405
Áætlaður verktakakostnaður 505.400.000 100,0 10.805
Ístak hf 494.594.564 97,9 0