Opnun tilboða

Ísafjörður: Lenging Sundabakka 2021

4.5.2021

Opnun tilboða 4. maí 2021. Hafnir Ísafjarðarbæjar óskuðu eftir tilboðum í lengingu Sundabakka. Verkið felur í sér byggingu 380 m stálþilskants ásamt kantbita, pollum og stigum.

Helstu magntölur:

·         Reka niður 254 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ28-750 og ganga frá stagbitum og stögum.

·         Steypa 99 akkerissplötur

·         Steypa um 380m langan kantbita með pollum, kanttré og stigum.

·         Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 28.200 m³.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 31 .júlí 2022.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Hagtak ehf., Hafnarfirði 444.250.000 120,2 50.467
Ísar ehf., Kópavogi 396.001.000 107,2 2.218
Borgarverk ehf., Borgarnesi 393.783.000 106,6 0
Áætlaður verktakakostnaður 369.489.300 100,0 -24.294