Opnun tilboða

Hringvegur (1) um Vík, hringtorg og endurbætur

26.5.2020

Opnun tilboða 26. maí 2020. Gerð hringtorgs á Hringvegi í Vík í Mýrdal auk breytinga allra aðliggjandi vega og stíga til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Til framkvæmdanna teljast einnig breytingar á Hringveginum rétt vestan hringtorgsins á móts við Víkurskála, gerð og breytingar á umferðareyjum þar. Einnig skal endurnýja vegyfirborðið um vestanverðan Hringveginn í gegnum Vík, að fyrstu bæjargötunni (Mýrarbraut). Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mýrdalshrepps. Helstu magntölur:

Fræsing
Umframefni úr skeringum
Ofanvatnsræsi
Brunnar og niðurföll
Styrktarlag
Burðarlag
Tvöfalt malbik
Kantsteinar
Hellulögn
Umferðarmerki
Götulýsing, skurðgröftur og strengur
Ljósastaurar
Málun
7.020
961
585
30
6.399
833
10.570
2.542
537
63
560
32
1.348
m2
m3
m
stk.
m3
m3
m2
m
m2
stk.
m
stk.
m

Verkinu skal að fullu lokið 1. október 2020.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 246.000.000 100,0 36.851
Aðalleið ehf., Hveragerði 216.892.510 88,2 7.743
Framrás ehf., Vík 209.149.400 85,0 0