Opnun tilboða

Hafnarfjarðarvegur (40), Vífilsstaðavegur (að Litlatúni) – Lyngás

15.4.2020

Opnun tilboða 15. apríl 2020. Endurbætur Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar í Garðabæ.

Verkið felst í:

Sumarið 2020

  • ·         Gerð hringtorgs á Vífilsstaðaveg við Litlatún
  • ·         Breikkun og endurbætur á Vífilsstaðavegi milli Litlatúns og Hafnarfjarðarvegar
  • ·         Breikkun og endurbótum á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðavegar
  • ·         Gerð göngustíga og allur frágangur yfirborðs
  • ·         Öll nauðsynleg lagnavinna fyrir veitufyrirtækin

Sumarið 2021

  • ·         Breikkun og endurbætur á Hafnarfjarðarvegi milli Vífilsstaðavegar og Lyngás
  • ·         Gerð undirganga undir Hafnarfjarðarveg við Hraunsholtslæk
  • ·         Breikkun og endurbótum á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar og Lyngás
  • ·         Gerð göngustíga og allur frágangur yfirborðs
  • ·         Öll nauðsynleg lagnavinna fyrir veitufyrirtækin 

Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Garðabæjar og veitufyrirtækja.

Helstu magntölur eru:

Vegagerð – Hafnarfjarðarvegur og Vífilsstaðavegur að Litlatúni

  • Fyllingarefni og burðarlagsefni úr námum       9.300 m³
  • Stungumalbik                                                    36.140 m²
  • Eyjur með steinlögðu yfirborði                          1 .690 m²   
  • Malbikaðir göngustígar                                      2.500 m²

Undirgöng undir Hafnarfjarðarveg og stoðveggur við Litlatún

  • Fylling við steypt mannvirki                              3.500 m³
  • Forsteyptar einingar                                                32 stk.
  • Járnalögn, slakbending                                  22.900 kg
  • Steypa                                                                    280 m³

Veitufyrirtæki, jarðvinna fyrir sameiginlega skurði

  • Skurðir fyrir veitulagnir                                      3.270 m
  • Losun á klöpp í skurðum                                        50 m³

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. október 2021.

Bjóðandi Tilboð kr. Hlutfall Frávik þús.kr.
Grafa og grjót ehf., Hafnarfirði 1.036.545.580 134,6 161.325
Ístak hf., Mosfellsbæ 972.108.245 126,2 96.888
Háfell ehf., Reykjavík 938.515.016 121,9 63.295
PK-Verk ehf. og PK Byggingar ehf., Hafnarfirði 875.220.118 113,7 0
Áætlaður verktakakostnaður 770.000.000 100,0 -105.220