Opnun tilboða

Dýrafjarðargöng, eftirlit

5.4.2017

Tilboð opnuð 28. mars (lesið upp hverjir skiluðu inn tilboðum) og 4. apríl 2017 (lesin upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda). Verkið felst í eftirliti með gerð jarðganga sem verða um 5,3 km löng í bergi og er breidd þeirra  8,0 m í veghæð. Heildarlengd vegskála er um 300 m. Verkið nær ennfremur til lagningar um 8,0 km af nýjum vegum, ásamt tveimur brúm samtals 30 m. Eftirlitið nær einnig til fleiri útboða í verkinu svo sem  til stýrikerfis, fjarskiptakerfis og hraðamyndavéla.

Bjóðandi Tilboð kr. Hæfnismat Hlutfall Frávik þús.kr.
Áætlaður verktakakostnaður 460.200.000   100,0 117.206
Verkfræðistofan Hnit hf., Reykjavík 430.928.500 78,0 stig 93,6 87.935
GeoTek ehf. og Efla hf., Reykjavík  342.994.000 82,0 stig 74,5 0