Auglýst útboð

Yfirborðsmerkingar sprautuplöstun Vestursvæði, Norðursvæði og Austursvæði 2021-2022

13.1.2021

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í yfirborðsmerkingar akbrauta með sprautuplasti frá Vestfjarðarvegi að Seyðisfirði og á Vestfjörðum. Það er merking miðlína, kantlína við gatnamót og einbreiðar brýr, deililínur við gatnamót og framhjáhlaup árin 2021 – 2022.
Verkið er boðið út til tveggja ára með möguleika á framlengingu verksamnings um eitt ár.

Helstu magntölur miðað við eitt ár eru:
Sprautuplastaðar miðlínur
Sprautuplastaðar deililínur
Sprautuplastað bannsvæði
Sprautuplastaðar kantlínur
882.000 m
2.720 m
2.000 m
16.000 m
Verki skal að fullu lokið 15. júlí 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 9. febrúar 2021.  

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.

Útboðið er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu.