Auglýst útboð

Snæfellsbær, sjóvarnir 2018

17.9.2018

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í sjóvarnir í Snæfellsbæ. Verkið felst í styrkingu sjóvarnar í Ólafsvík, gerð nýrra sjóvarna á Hellissandi og Hellnum.

Helstu magntölur:

Útlögn grjóts og sprengds kjarna um 4.000 m3

Endurröðun grjóts um 1.300 m3

 Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 30. júní 2019 en kaflanum við Hellnar eigi síðar en 15. apríl 2019.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík (móttöku) frá og með þriðjudeginum 18. september 2018. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 2. október 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.