Auglýst útboð

Skagaströnd – smábátahöfn 2018

23.4.2018

Skagastrandarhöfn óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Um er að ræða gerð smábátahafnar sem felst í dýpkun, byggingu skjólgarðs og uppsetningu landstöpla.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

·         Dýpkun í -2,5 m, 9.500 m3

·         Flokkað grjót og sprengdur kjarni, 6.500 m3

·         Fyllingarefni, 3.600 m3

·         Uppsetning landstöpla, 2 stk.

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. nóvember 2018.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 24. apríl 2018. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 8. maí 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.