Auglýst útboð

Sauðárkrókur – Strandvegur, sjóvörn 2021

8.3.2021

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbætur á sjóvörn meðfram Strandvegi á 1.000 m kafla.

Helstu magntölur:

·         Útlögn á grjóti og sprengdum kjarna úr námu, um 4.550 m3

·         Upptekt og endurröðun 2.400 m3

 Verkinu í heild skal lokið eigi síðar en 1. ágúst 2021.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með þriðjudeginum 9. mars 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn  23. mars 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.