Auglýst útboð

Vetrarþjónusta 2019-2022, Reykhólasveit

24.6.2019

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í vetrarþjónustu árin 2019-2022 á eftirtöldum leiðum:

Vestfjarðavegur (60) Djúpvegur í Reykhólasveit - Fjarðarhornsá í Kollafirði, 74 km.
Reykhólasveitarvegur (607) Vestfjarðavegur – Karlseyjarvegur, 13 km
Karlseyjarvegur (606) Reykhólavegur - Karlsey, 3 km

Heildarlengd vegakafla er 90 km.

Helstu magntölur eru:

  •        Akstur mokstursbíla 14.500 km.

Verkinu skal að fullu lokið 30. apríl 2022.

Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni Borgarbraut 66 í Borgarnesi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka)  frá og með mánudeginum 24. júní 2019.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. júlí 2019 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 sama dag.