Auglýst útboð

Sauðárkrókur, skjólgarður við smábátahöfn

18.12.2015

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í um 130 m langan skjólgarð við smábátahöfn á Sauðárkróki.

Helstu magntölur:

    Flokkað grjót, sprengdur kjarni og fyllingarefni um 12.000 m³

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. maí 2016.

Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 21 á Sauðárkróki og hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 22. desember 2015. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu staði fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 12. janúar 2016 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.