Auglýst útboð

Niðurrekstrarstaurar fyrir brýr á Hófsá og Mjólká í Arnarfirði

18.12.2017

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í framleiðslu og flutning á steyptum niðurrekstrarstaurum undir brýr á Hófsá og Mjólká í Arnarfirði.

Helstu magntölur eru:

  • Framleiðsla niðurrekstrarstaura                                 544 m
  • Flutningur niðurrekstrarstaura                                   104 tonn

Verklok eru fyrir 15. maí 2017.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni á Ísafirði í Dagverðardal og í Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 18. desember 2017.  Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 9. janúar 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.