Auglýst útboð

Mjóafjarðarferja 2017 – 2021 (Hraðútboð)

5.10.2017

Hraðútboð

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í siglingar með fólk og vörur á milli Mjóafjarðar og Neskaupstaðar árin 2017-2021.  Þjónustan er veitt yfir vetrarmánuðina eða tímabilið frá 1. október til og með 31. maí.

Útboðsgögn verða send með tölvupósti til þeirra sem þess óska frá og með föstudeginum 6. október 2017 og beinist fyrirspurn vegna þeirra til Guðmundar Helgasonar hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík ( ghe@vegagerdin.is ). Staðfesta skal móttöku gagna.

Skila skal tilboðum til Vegagerðarinnar Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) og Búðareyri 7 á Reyðarfirði fyrir kl. 14:00 föstudaginn 13.október 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.