Auglýst útboð

Melasveitavegur (505): Bakki - Svínabú

2.5.2021

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu, breikkun, styrkingu og lögn bundins slitlags á um 4,9 km kafla á Melasveitavegi (505): Bakki - Svínabú

Helstu magntölur eru:

Fyllingar og fláafleygar                27.300 m3

Ræsalögn                                       160 m

Styrktarlag                                     27.900  m3

Burðarlag                                       5.500   m3

Tvöföld klæðing                            31.300 m2

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 30. júní 2022.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 3. maí 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. maí 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.