Auglýst útboð

Leiðigarður og bakkavörn, Jökulsá í Lóni

17.2.2020

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í verkið: Leiðigarður og bakkavörn við Jökulsá í Lóni

Um er að ræða  leiðigarð við landstöpul vestan megin  brúar yfir Jökulsá í Lóni á Hringvegi á kafla 1-x4 og bakkavörn um 2,2 km ofar í farveginum austan megin.

Helstu magntölur eru (magntölur: leiðigarður + bakkavörn):

  Grjót                                                   3.532 m3  (2.632 + 900)  

  Síulag                                                 1.120 m3

  Uppgröftur                                         2.500 m3

  Fylling                                                6.088 m3  (4.988 + 1.100) 

Verkinu skal að fullu lokið 15. júní 2020.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum  17. febrúar 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. mars 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.