Auglýst útboð

Hvalfjarðargöng, bílabjörgun 2022-2024

28.10.2021

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í bílabjörgun í Hvalfjarðargöngum árin 2022-2024.  Um er að ræða fjarlægingu og flutning bifreiða, ferðavagna og annarra ökutækja sem hamla umferð og umferðaröryggi í eða við göngin, t.d. vegna bilana, óhappa eða slysa. Einnig er um að ræða fjarlægingu og flutning aðskotahluta á vegi. 
Helstu magntölur fyrir hvert ár eru:

• Bílabjörgun, bílaflutningabifreið (minni bifreiðar) 300 klst.
• Bílabjörgun, bílaflutningabifreið (stærri bifreiðar) 60 klst.
• Bílabjörgun, dráttarbifreið 20 klst.
• Bílabjörgun, kranabifreið 20 klst.

Verklok eru 29. febrúar 2024.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum 28. október 2021 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 30. nóvember 2021.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.