Auglýst útboð

Hringvegur (1) um Steinavötn og Fellsá – Eftirlit

25.11.2019

Vegagerðin býður hér með út eftirlit með smíði nýrra brúa á Steinavötn og Fellsá ásamt rifi á steyptri brú yfir Steinavötn, vegtengingu við nýjar brýr, byggingu bráðabirgðahjáleiðar og tengingu
bráðabirgðabrúar við Fellsá og rifi á núverandi brú yfir Fellsá ásamt frágangi vegsvæðis.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum  25. nóvember  2019 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 10. desember2019. 

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um
nöfn bjóðenda í útboðinu. Þriðjudaginn 17. desember 2019 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.