Auglýst útboð

Hringvegur (1) um Kjalarnes 2. áfangi, Vallá - Hvalfjörður. Eftirlit og ráðgjöf (EES)

25.3.2021

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit og ráðgjöf með breikkun Hringvegar (1) um Kjalarnes í 2+1 veg frá Vallá að Hvalfirði. Um er að ræða um 5,5 km langan vegkafla með hringtorgum við Móa og Dalsmynni, nýjum undirgöngum við Grundarhverfi og Arnarhamar, lengingu á undirgöngum við Vallá, nýtt stálplöturæsi/brú yfir Ártúnsá við Bakkaveg, lengingu á stálplöturæsi/brú yfir Ártúnsá við Hringveg auk hliðarvega, stíga og veitukerfa. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur.


Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.

Verklok framkvæmdarinnar eru áætluð 1. ágúst 2024. 

Útboðsgögn eru aðgengileg og afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 föstudaginn 23. apríl 2021. 

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu.  Miðvikudaginn 28. apríl 2021 verður bjóðendum tilkynnt stigagjöf í hæfnisvali og verðtilboð hæfra bjóðenda.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.