Auglýst útboð

Hringvegur (1) um Hornafjörð, Hólmur – Djúpá

30.8.2017

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í undirbyggingu nýs Hringvegar um Hornafjörð, nánar tiltekið milli Hólms og Djúpár.  Alls 4,3 km með ræsagerð, ásamt tengingu við núverandi Hringveg. Ennfremur gerð undirbyggingar á 200 m kafla Brunnhólsvegar og 70 m kafla nýs Einholtsvegar. Jafnframt skal skipt um ræsi í núverandi vegi í ánni Míganda.

 Helstu magntölur eru:

  • Fyllingar, sig og yfirhæð innifalin                 150.000 m3
  • Ræsalögn                                                                 357 m

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júní 2018.

Útboðsgögn verða seld á minnislykli hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 4. september 2017. Verð útboðsgagna er 2.000 kr. 

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 19. september 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag