Auglýst útboð

Hringvegur (1), Skarhólabraut - Langitangi - Eftirlit

11.5.2020

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í eftirlit með framkvæmdum við Hringveg (1) á milli
Skarhólabrautar og Langatanga.  Verkið felst í að breikka vegsvæðið þ.a. hægt verði að koma fyrir 4 akreinum og aðskilja akstursstefnur með vegriði. Breikkunin innifelur bergskeringar inn í Lágafell auk annarra skeringa. Umframefni skal koma fyrir í hljóðmönum við veginn. Byggja skal hljóðvarnarveggi á steyptum undirstöðum og klæða með sementsbundnum trefjaplötum. Einnig skal byggja biðstöð Strætó með tilheyrandi stígatengingum. Innifalið er einnig allur: frágangur yfirborðs raskaðra svæða, plöntun og gróðursetning, öll nauðsynleg lagnavinna, uppsetning ljósastaura og allar tengingar þeirra. Lengd vegkaflans er um 1.100 m. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Mosfellsbæjar. 

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum 11. maí  2020  og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 26. maí 2020. 

Ekki verður haldnir sérstakir opnunarfundir en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og verðtilboð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.