Auglýst útboð

Hringvegur (1) - Sementsfestun í Berufirði

1.7.2019

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í að þurrfræsa og sementsfesta á um 2,64 km á Hringveginum í Djúpavogshreppi, kaflinn byrjar innan við Skála að slitlagsenda í botni Berufjarðar.

Helstu magntölur eru:

- Burðarlag 0/22                                                  650 m3

- Sementsfestun                                             19.368 m2

- Klæðing                                                          19.368 m2

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. september 2019.

Útboðsgögnin verða afhent hjá Vegagerðinni  Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 1. júlí 2019.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 16. júlí 2019  og og verða þau opnuð þar kl. 14:15 sama dag.