Auglýst útboð

Hreinsun þjóðvega í Reykjavík 2018-2021

11.12.2017

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í sópun meðfram kantsteinum ásamt hreinsun grassvæða meðfram þjóðvegum í Reykjavík, með vélsópum, sugum og öðrum tækjum sem henta þykir.

Helstu magntölur eru:

  • Sópun meðfram kantsteinum                                   165.000 m
  • Þvottur á gatnamótum og umferðareyjum                         63 stk.
  • Ruslahreinsun meðfram þjóðvegum                                    12 yfirferðir

Verklok eru 14. mars 2021.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Breiðumýri 2 á Selfossi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 12. desember 2017. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 16. janúar 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.

Útboðið er einnig auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.