Auglýst útboð

Hamarsvegur (308), Félagslundur - Hamarshjáleiga

30.3.2020

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í útakstur styrktarlags, burðarlags og útlögn klæðingar á Hamarsveg (nr. 308-01) frá Félagslundi að Hamarshjáleigu.

Helstu magntölur eru:

- Styrktarlag 0/90                                            2.000  m3

- Burðarlag 0/22                                              3.800  m3

- Tvöföld klæðing                                            30.000  m2

Verklok eru 1. ágúst 2020.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með mánudeginum  30. mars 2020 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 21. apríl 2020.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu og heildartilboðsupphæð.

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.