Auglýst útboð

Grímseyjarferja 2018 – 2021

18.9.2017

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í siglingar með fólk og vörur á milli Dalvíkur – Grímseyjar –Hríseyjar 2018-2021.  Þjónustan er veitt allt árið frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) og Miðhúsavegi 1 á Akureyri frá og með miðvikudeginum 20. september 2017.  Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 24. október 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.