Auglýst útboð

Grímarsstaðavegur (5317): Hvanneyri - Hvítárbrú

24.5.2019

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í endurbyggingu 5,8 km kafla Grímarsstaðavegar frá gatnamótum að Hvanneyri að Hvítárbrú, ásamt útlögn klæðingar.

Helstu magntölur eru:

  • Fyllingar og fláafleygar                  10.750 m3
  • Styrktarlag                                         9.850 m3
  • Burðarlag                                           6.500 m3
  • Tvöföld klæðing                              38.400 m2
  • Frágangur fláa                                 63.500 m2

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. ágúst 2020.

Útboðsgögn verða afhent á minnislykli hjá Vegagerðinni  Borgarbraut 66 í Borgarnesi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 27. maí 2019.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 12. júní 2019 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.