Auglýst útboð

Fáskrúðsfjörður - Strandarbrygga

8.9.2016

Hafnasjóður Fjarðabyggðar óskar eftir tilboðum í ofangreint verk.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

 •  ·        Rekstur á 66 stálstaurum og 68 stálþilsplötum
 • ·         Koma fyrir 22 ankerisstögum
 • ·         Jarðvinna, fylling og grjót
 • ·         Slá upp fyrir og steypa landvegg
 • ·         Framleiða og koma fyrir 22 forsteyptum ankerisplötum
 • ·         Framleiða og koma fyrir 22 forsteyptum bitum
 • ·         Framleiða og koma fyrir 189 forsteyptum holplötum
 • ·         Framleiða og koma fyrir 21 forsteyptum þybbueiningum
 • ·         Steypa ásteypulag um 265 m²
 • ·         Kanttré, þybbur, stigar og pollar
 • ·         Lagnir og lagnahús

 Verkinu skal lokið eigi síðar en  1. maí 2017.

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttöku)  og á  bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2 á Reyðarfirði frá og með mánudeginum 12. september 2016. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu staði  eigi síðar en kl. 14:00 þriðjudaginn 27. september 2016 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.