Auglýst útboð

Endurbætur, Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði

9.5.2018

Vegagerðin óskar eftir tilboði í endurbætur á húseigninni Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði. Helstu verkþættir eru endurnýjun þakvirkis og klæðning utanhúss ásamt einangrun og endurnýjun á gluggum á austurhúsi. Innanhúss er rif á gólfefnum, loftum, milliveggjum og klæðningu innan á útveggi. Verktími er 1. júní – 30. október 2018. 

Helstu magntölur eru:

  • Þakvirki - endurnýjun............ 380 m2
  • Utanhússklæðning................ 290 m2
  • Endurnýjun glugga.................. 75 m2
  • Rif innanhúss………………………475 m2

Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerðinni Búðareyri 7 á Reyðarfirði frá og með föstudeginum 11. maí 2018.

Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl.14:00 föstudaginn 25. maí 2018 og verða þau opnuð þar sama dag.