Auglýst útboð

Dettifossvegur (862) - Girðingar

15.7.2019

Vegagerðin býður hér með út uppsetningu nýrrar girðingar við Dettifossveg (862) í Norður Þingeyjarsýslu, frá Ásheiði að Tóvegg.  Heildarlengd girðingar er 12,3 km.

Helstu magntölur eru:

- Netgirðingar                                               1.600 m

- Rafmagnsgirðingar                                 10.700 m

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 2019, að undanskildum 2 km löngum kafla sem skal lokið fyrir 15. júní 2020.

Útboðsgögnin eru afhent hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með mánudeginum 15. júlí 2019.

Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 30. júlí 2019 og og verða þau opnuð þar kl. 14:15 sama dag.