Auglýst útboð

Dalvíkurhöfn – Hafskipabryggja, stálþilsrekstur 2017

2.10.2017

Hafnasjóður Dalvíkurbyggðar óskar eftir tilboðum í ofangreint verk.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

 

·         Steypa 48 ankerisplötur.

·         Reka niður 126 stk. af tvöföldum stálþilsplötum og ganga frá stagbitum og stögum.

·         Jarðvinna, fylla upp fyrir innan þil um 18.300 m3 og grjótröðun við enda þils.

·         Steypa um 175 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

 

Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. maí 2018.

 

Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) og á skrifstofu Dalvíkurbyggðar frá og með miðvikudeginum 4. október 2017. Verð útboðsgagna er 5.000 kr.

 

Skila skal tilboðum á sömu staði fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 24. október 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.