Auglýst útboð

Brýr á Hólá og Stigá – smíði stálbita

22.10.2017

Vegagerðin óskar eftir tilboðum í smíði stálbita fyrir nýjar brýr á Hóla og Stigá á Hringvegi. Ryðverja skal stálið og því skilað á verkstað í samráði við verkkaupa. 

Helstu magntölur eru: 

 Brú á Hólá

  • Stálvirki                              12,6  tonn
  • Ryðvörn                           133,7 m2    
  • Flutningur stálbita           12,6  tonn

 Brú á Stigá

  • Stálvirki                              12,6  tonn
  • Ryðvörn                           133,7 m2    
  • Flutningur  stálbita          12,6  tonn

 Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 12. febrúar 2018.

Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka), frá og með 25. október 2017.  Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 7. nóvember 2017 og verða þau opnuð þar 14:15 þann dag.