Auglýst útboð

Brú á Þverá við Odda, steyptar undirstöður

23.6.2017

Sveitarfélagið Rangárþing ytra óskar eftir tilboðum í smíði steyptra undirstaða fyrir brú á Þverá við Odda á Rangárvöllum.

Helstu magntölur eru:

  • Járnalögn í sökkla og stöpla            15350 kg
  • Mót sökkla og stöpla                            406 m2
  • Steypa í sökkla og stöpla                     161 m3
  • Rofvörn við sökkla                                340 m3

Verklok eru fyrir 1. október 2017.

Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rangárþings ytra að Suðurlandsvegi 1 á Hellu og hjá Vegagerðinni Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 26. júní 2017.  Verð útboðsgagna er 4.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. júlí 2017 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.