Auglýst útboð

Borgarfjarðarvegur (94), um Vatnsskarð

18.6.2019

Vegagerðin óskar hér með eftir tilboðum í endurbætur 8,8  km langs vegar um Vatnsskarð.  Um er að ræða endurbætur á núverandi vegi ásamt lagningu slitlag.

Helstu magntölur eru:

  • Mölun                          20.000 m3
  • Bergskering                12.000 m3
  • Fyllingar                       21.000 m3
  • Ræsalögn                         100 m
  • Styrktarlag                    9.000 m3
  • Burðarlag                    10.000 m3
  • Tvöföld klæðing          58.900 m2

Allri vinnu við skeringar, fyllingar og ræsagerð skal lokið fyrir 15. nóvember 2019. Allri vinnu við mölun efnis skal lokið fyrir 15. nóvember 2019. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020.

Útboðsgögnin eru afhend hjá Vegagerðinni Búðareyri 13-15 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 18. júní 2019.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 3. júlí 2019 og verða þau opnuð þar 14:15 þann dag.